Fred matarstell

Review

Fred Bamboo Dinner Set

Fred matarstell

Vörunúmer
BDS06
$40.00

Fred matarstell

$40.00
Vöruheiti
Sendingarmöguleikar

Yfirlit

Matarstell með góðlátlega skógarskrímslinu Fred, gert úr umhverfisvænum bambus trefjum.

Settið inniheldur disk, skál og glas. Borðbúnaðurinn er myndskreyttur með myndum af Fred ásamt Ping og Pong í litríku sveppahafi. 

Kemur í endurvinnanlegum umbúðum.

Stærð
Stærð kassa: Breidd 22,5 cm, hæð 22,5 cm, dýpt 10,7 cm.
Efni
Þetta sett er gert úr endurvinnanlegum bambus trefjum. Bambus trefjar eru umhverfisvænt efni, því bambus er fjölær jurt og efnið er auðvelt að endurvinna. Má þvo í uppþvottavél en mælt er með að stilla ekki á hærri hita en 60°, til að koma í veg fyrir að litirnir fölni. Má ekki setja í örbylgjuofn.

Overwrites global delivery information info.

karakterar-web-2018juli-07.png

Hæ, ég heiti Fred!

Fred er sjálfskipaði útlaginn í hópnum. Hann býr djúpt í skóginum og kann best við sig í skuggunum.

Fred hefur alltaf langað að vera ógnvaldur Tulipop en hann er alltof góður inn við beinið. Hann heldur þó í vonina að einn daginn takist honum að vekja alvöru ótta og því heldur hann áfram að æfa sig. Margt í sambandi við uppruna og eðli Fred er ráðgáta en eitt er þó víst, ástæðan fyrir hinum afgerandi svarta litarhætti hans er að hann nærist eingöngu á bleksveppum. Bleksveppir í morgunmat. Bleksveppir á kvöldin. Það er ekkert annað á matseðlinum. Lífið er bleksveppur.

Skoða fleiri Fred vörur

Aðrar vörur sem þú gætir haft áhuga á ...