Gloomy ferðasett
$28.50 |
Yfirlit
Ferðasett með sveppastelpunni Gloomy, inniheldur eitt vegabréfaveski og eitt töskumerki. Settið kemur í fallegri myndskreyttri gjafaöskju. Fullkomið fyrir ferðalögin!
Pantanir sendar utan Íslands eru sendar frá vöruhúsinu okkar í Bretlandi.
Þegar gengið er frá pöntun í vefverslunni okkar er hún afgreidd innan tveggja virkra daga. Það getur komið fyrir að varan er ekki til á lager, þá látum við vita og endurgreiðum samstundins ef greiðsla hefur þegar farið fram. Við getum ekki tekið ábyrgð á seinkun af völdum póstþjónustunnar.
Sendingarkostnaður
Lönd utan Evrópusambandsins
- Sendingarkostnaðurinn er 2.000 kr fyrir venjulega sendingu. Sendingartími er 5-10 virkir dagar.
- Hraðsending kostar 4.000 kr. og sendingartíminn er 3-5 virkir dagar.

Hæ, ég heiti Gloomy!
Sveppastelpan Gloomy er systir Bubble en líklega er leitun að ólíkari systkinum. Öfugt við hinn hægláta Bubble er Gloomy ævintýragjörn, hvatvís en þó umfram allt hugrökk. Það er alltaf eitthvað spennandi í gangi hjá þessari dugnaðarkonu.
Hún elskar ráðgátur og leyndardóma sem er ástæða þess að hún býr í Svartaskógi við rætur eldfjallsins Kapow. Gloomy er uppátækjasöm að eðlisfari og á það jafnvel til að vera svolítið hrekkjótt. Og já, hún hefur alltaf rétt fyrir sér. Alltaf. Og hún getur gert sig ósýnilega. Oftast.
Skoða fleiri Gloomy vörur