Mr. Tree led lampi

Review

Mr. Tree led lampi

Vörunúmer
LL107
$95.42

Mr. Tree led lampi

$95.42
Vöruheiti
Sendingarmöguleikar

Yfirlit

Mr. Tree lampinn er flottur lampi fyrir alla. Kemur í fallegri myndskreyttri gjafaöskju.

Lampinn er með Led lýsingu sem þýðir að ekki þarf að skipta um peru í þeim en lýsingin á að endast í mörg ár. Í þeim er líka minni straumur og nota því þeir minna rafmagn og hitna ekki. 

 

Stærð
Stærð kassa: B22,2 x H32,5 x D22,2 cm
Efni
Hitaþolið plast.

Pantanir sendar utan Íslands eru sendar frá vöruhúsinu okkar í Bretlandi. 

Þegar gengið er frá pöntun í vefverslunni okkar er hún afgreidd innan tveggja virkra daga. Það getur komið fyrir að varan er ekki til á lager, þá látum við vita og endurgreiðum samstundins ef greiðsla hefur þegar farið fram. Við getum ekki tekið ábyrgð á seinkun af völdum póstþjónustunnar.

Sendingarkostnaður

Lönd utan Evrópusambandsins

  • Sendingarkostnaðurinn er 2.000 kr fyrir venjulega sendingu. Sendingartími er 5-10 virkir dagar.
  • Hraðsending kostar 4.000 kr. og sendingartíminn er 3-5 virkir dagar.

Nánar um afhendingu og vöruskil hér   

karakterar-web-2018juli-11.png

Hæ, ég heiti Mr. Tree!

Mr. Tree er elstur af Túlípoppurunum, traustur náungi og mikill heimspekingur. Það er ósjaldan leitað til hans til að gefa ráð, en þau eru þó stundum svo torskilin að þau kveikja fleiri spurningar en þau svara. En Mr. Tree er svo mikið gæðablóð að honum fyrirgefst þó ráðin hans séu illskiljanleg (og um leið næstum gagnlaus).

Mr. Tree hefur aðeins einn breyskleika, hann er syndsamlega sólginn í eðalsteina. Fallegustu gimsteinarnir í safninu hans hafa myndast úr sönnum hamingjutárum, því Mr. Tree hefur þá náðargáfu að geta umbreytt tárum í demanta. Þess vegna grætur hann alltaf svolítið á hverjum degi. En það er líka svo gott fyrir sálina.

Skoða fleiri Mr. Tree vörur

Aðrar vörur sem þú gætir haft áhuga á ...