Miss Maddy stílabók
$14.21 |
Yfirlit
Vönduð stílabók með bæði línustrikuðum og auðum síðum. Fremsta síðan er límmiðasíða.
Fullkomin fyrir teikningar, hugsanir og ástarljóð!
Bókin inniheldur 72 blaðsíður.
Pantanir sendar utan Íslands eru sendar frá vöruhúsinu okkar í Bretlandi.
Þegar gengið er frá pöntun í vefverslunni okkar er hún afgreidd innan tveggja virkra daga. Það getur komið fyrir að varan er ekki til á lager, þá látum við vita og endurgreiðum samstundins ef greiðsla hefur þegar farið fram. Við getum ekki tekið ábyrgð á seinkun af völdum póstþjónustunnar.
Sendingarkostnaður
Lönd utan Evrópusambandsins
- Sendingarkostnaðurinn er 2.000 kr fyrir venjulega sendingu. Sendingartími er 5-10 virkir dagar.
- Hraðsending kostar 4.000 kr. og sendingartíminn er 3-5 virkir dagar.

Hæ, ég heiti Miss Maddy!
Hin ofurhæfileikaríka og fjölhæfa prímadonna Miss Maddy er eftirlæti allra sem heimsækja fjölleikahús Tulipop. Hún trúir á mátt ástarinnar og lifir fyrir listina. Ekkert líkar henni betur en þegar henni er hælt í hástert (nema kannski jarðaberjarjómaís með heitri súkkulaðisósu og þeyttum vanillurjóma).
Miss Maddy dreymir stóra drauma, hún er sannfærð um að hennar bíði eitthvað annað og meira og stærra – heimurinn bara verður að fá að njóta þessara stórbrotnu hæfileika! En það borgar sig að fara vel að henni, hún hefur nefnilega ekki síður mikilfenglegt skap …
Skoða fleiri Miss Maddy vörur
Review