Til viðbótar við að hanna og framleiða sína eigin vörulínu gerir Tulipop samninga við ýmis önnur fyrirtæki sem framleiða vörur í nafni Tulipop.

Nikita

Fyrsti nytjaleyfissamningur Tulipop var gerður við heimsþekkta götutískumerkið Nikita. Nikita framleiddi Tulipop snjóbretti sem seld voru út um allan heim.

Toynami

Einn nýjasti samstarfsaðili Tulipop er bandaríski leikfangaframleiðandinn Toynami. Snemma árs 2017 kom á markaðinn vörulína frá þeim með Tulipop leikföngum. Vörulínan inniheldur Tulipop bangsa í tveimur stærðum, happaöskjur með vínyl fígúrum og sparibauk. Vörulínan er seld í verslunarkeðjunni Hot Topic um öll Bandaríkin og dreift af Tulipop í Evrópu.

Tulipop hefur alltaf áhuga á að heyra í skapandi og skemmtilegum fyrirtækjum varðandi samstarf. Ef þitt fyrirtæki hefur áhuga á nytjaleyfissamningi við Tulipop og framleiða Tulipop vörur er hægt að hafa samband gegnum licensing@tulipop.com.