Gloomy vatnsbrúsi og nestisbox

tilboð

Gloomy vatnsbrúsi og nestisbox

Vörunúmer
LBWB02
$35.30
Verð áður$40.00

Gloomy vatnsbrúsi og nestisbox

$35.30
Verð áður$40.00
Vöruheiti
Sendingarmöguleikar

Vatnsbrúsi og nestisbox með sveppastelpunni Gloomy. Fullkomið í skólatöskuna, lautarferð eða hverskonar ævintýri utan og innandyra.

Nestisboxið inniheldur þrjú box í mismunandi stærðum. 

Brúsinn er með innbyggðu röri og því sérstaklega auðvelt að drekka úr honum. Brúsinn er ekki ætlaður börnum yngri en fjögurra ára þar sem munnstykkið á honum er laust.

Stærð
Nestisbox: Stórt box: B12 x H12 cm. Miðju box: B10,5 x H10,5 cm. Lítið box: B9 x H9. Vatnsbrúsi: H18 cm x D7 cm. Tekur 600 ml af vökva
Efni
Nestisboxin eru BPA frí, PE og PP plast. Boxin sjálf þola örbylgju (fjarlægið lokin áður en boxin eru sett í örbylgjuofninn). Vatnsbrúsinn er BPA frír og þolir þvott í uppþvottavél en ef hann er þvegin oft á háum hita gætu myndirnar máðst af.

Pantanir sendar utan Íslands eru sendar frá vöruhúsinu okkar í Bretlandi. 

Þegar gengið er frá pöntun í vefverslunni okkar er hún afgreidd innan tveggja virkra daga. Það getur komið fyrir að varan er ekki til á lager, þá látum við vita og endurgreiðum samstundins ef greiðsla hefur þegar farið fram. Við getum ekki tekið ábyrgð á seinkun af völdum póstþjónustunnar.

Sendingarkostnaður

Lönd utan Evrópusambandsins

  • Sendingarkostnaðurinn er 2.000 kr fyrir venjulega sendingu. Sendingartími er 5-10 virkir dagar.
  • Hraðsending kostar 4.000 kr. og sendingartíminn er 3-5 virkir dagar.

Nánar um afhendingu og vöruskil hér   

karakterar-web-2018juli-08.png

Hæ, ég heiti Gloomy!

Sveppastelpan Gloomy er systir Bubble en líklega er leitun að ólíkari systkinum. Öfugt við hinn hægláta Bubble er Gloomy ævintýragjörn, hvatvís en þó umfram allt hugrökk. Það er alltaf eitthvað spennandi í gangi hjá þessari dugnaðarkonu.

Hún elskar ráðgátur og leyndardóma sem er ástæða þess að hún býr í Svartaskógi við rætur eldfjallsins Kapow. Gloomy er uppátækjasöm að eðlisfari og á það jafnvel til að vera svolítið hrekkjótt. Og já, hún hefur alltaf rétt fyrir sér. Alltaf. Og hún getur gert sig ósýnilega. Oftast.

Skoða fleiri Gloomy vörur

Aðrar vörur sem þú gætir haft áhuga á ...