Fred vatnsbrúsi og nestisbox

tilboð

Fred vatnsbrúsi og nestisbox

Vörunúmer
LBWB06
$35.30
Verð áður$40.00

Fred vatnsbrúsi og nestisbox

$35.30
Verð áður$40.00
Vöruheiti
Sendingarmöguleikar

Vatnsbrúsi og nestisbox með skógarskrímslinu Fred. Fullkomið í skólatöskuna, lautarferð eða hverskonar ævintýri utan og innandyra.

Nestisboxið inniheldur þrjú box í mismunandi stærðum. 

Brúsinn er með innbyggðu röri og því sérstaklega auðvelt að drekka úr honum. Brúsinn er ekki ætlaður börnum yngri en fjögurra ára þar sem munnstykkið á honum er laust.

Stærð
Nestisbox: Stórt box: B12 x H12 cm. Miðju box: B10,5 x H10,5 cm. Lítið box: B9 x H9. Vatnsbrúsi: H18 cm x D7 cm. Tekur 600 ml af vökva
Efni
Nestisboxin eru BPA frí, PE og PP plast. Boxin sjálf þola örbylgju (fjarlægið lokin áður en boxin eru sett í örbylgjuofninn). Vatnsbrúsinn er BPA frír og þolir þvott í uppþvottavél en ef hann er þvegin oft á háum hita gætu myndirnar máðst af.

Pantanir sendar utan Íslands eru sendar frá vöruhúsinu okkar í Bretlandi. 

Þegar gengið er frá pöntun í vefverslunni okkar er hún afgreidd innan tveggja virkra daga. Það getur komið fyrir að varan er ekki til á lager, þá látum við vita og endurgreiðum samstundins ef greiðsla hefur þegar farið fram. Við getum ekki tekið ábyrgð á seinkun af völdum póstþjónustunnar.

Sendingarkostnaður

Lönd utan Evrópusambandsins

  • Sendingarkostnaðurinn er 2.000 kr fyrir venjulega sendingu. Sendingartími er 5-10 virkir dagar.
  • Hraðsending kostar 4.000 kr. og sendingartíminn er 3-5 virkir dagar.

Nánar um afhendingu og vöruskil hér   

karakterar-web-2018juli-07.png

Hæ, ég heiti Fred!

Fred er sjálfskipaði útlaginn í hópnum. Hann býr djúpt í skóginum og kann best við sig í skuggunum.

Fred hefur alltaf langað að vera ógnvaldur Tulipop en hann er alltof góður inn við beinið. Hann heldur þó í vonina að einn daginn takist honum að vekja alvöru ótta og því heldur hann áfram að æfa sig. Margt í sambandi við uppruna og eðli Fred er ráðgáta en eitt er þó víst, ástæðan fyrir hinum afgerandi svarta litarhætti hans er að hann nærist eingöngu á bleksveppum. Bleksveppir í morgunmat. Bleksveppir á kvöldin. Það er ekkert annað á matseðlinum. Lífið er bleksveppur.

Skoða fleiri Fred vörur

Aðrar vörur sem þú gætir haft áhuga á ...