Litríkt og skemmtilegt samstarf

Eitt elsta og virtasta fataframleiðslufyrirtækið á Íslandi, 66°Norður, hefur tekið höndum saman við íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop. Í samstarfi sínu kynna fyrirtækin vorlínu 2018 fyrir krakka. Línan sameinar gæðin sem 66°Norður stendur fyrir og ævintýraheim Tulipop sem á sér engan líkan. Niðurstaðan er fallegur og vandaður fatnaður fyrir krakka á aldrinum 1-14 ára. Hönnunin er mjög lifandi og skemmtileg og vekur gleði bæði hjá krökkum sem og fulllorðnum.

Fatalínan, sem er framleidd í takmörkuðu upplagi, er til sölu í verslun Tulipop að Skólavörðustíg 43 og í verslunum 66°Norður í Bankastræti og Kringlunni. Þá er hún einnig til í vefverslun.